Sunnudagur 7. júní er fyrsti sunnudagur eftir þrenningarhátíð og sjómannadagurinn. Í Hallgrímskirkju er messa kl. 11.00. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða almennan messusöng. Organisti er Eyþór Franzson Wechner. Barn borið til skírnar. Sögustund fyrir börnin er í umsjá Ingu Harðardóttur.
Guðspjall þessa sunnudags segir frá því þegar Jesús stillir storminn.
Nú fór Jesús í bátinn og lærisveinar hans fylgdu honum. Þá gerði svo mikið veður á vatninu að bylgjurnar gengu yfir bátinn. En Jesús svaf. Þeir fara til, vekja hann og segja: Drottinn, bjarga okkur, við förumst.
Hann sagði við þá: Hví eruð þið hræddir, þið trúlitlir? Síðan reis hann upp, hastaði á vindinn og vatnið og varð stillilogn. Mennirnir undruðust og sögðu: Hvílíkur maður er þetta? Jafnvel vindar og vatn hlýða honum. (Matt 8.23-27)
Kaffisopi á eftir messu. Allir hjartanlega velkomnir.