Messan 18. júlí kl. 11

16. júlí 2021
2021 18. júlí, 7. sunnudagur eftir þrenningarhátíð kl. 11. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Fermd verður Ísabella Helga Seymour. Messuþjónar aðstoða. Organisti Matthías Harðarson. Söngvarar: Guja Sandholt, Hugi Jónsson, Sara Grímsdóttir, Þorkell Helgi Sigfússon.

Forspil/Kórsöngur: Ég byrja reisu mín.

Ávarp og bæn

4 Dýrð í hæstu hæðum

Ferming

588 Guð vor góði faðir

Guðspjall - trúarjátning

705 Þitt orð hefur skapað það allt, sem er fætt

Prédikun

538 Heilagi Guð á himni og jörð

Kirkjubæn

47 Gegnum Jesú helgast hjarta

Altarisganga

22 Þú, mikli Guð ert með oss á jörðu

Eftirspil: Ungi vinur - Oddgeir Kristjánsson

Guðspjall: Matt 16.5-12 
Þegar lærisveinarnir fóru yfir um vatnið höfðu þeir gleymt að taka með sér brauð. Jesús sagði við þá: „Gætið ykkar, varist súrdeig farísea og saddúkea.“ En lærisveinarnir ræddu sín á milli að þeir hefðu ekki tekið brauð. Jesús varð þess vís og sagði: „Hvað eruð þið að tala um það, trúlitlir menn, að þið hafið ekki brauð? Skynjið þið ekki enn? Minnist þið ekki brauðanna fimm handa fimm þúsundum og hve margar körfur þið tókuð saman? Eða brauðanna sjö handa fjórum þúsundum og hve margar körfur þið tókuð saman? Hvernig má það vera að þið skynjið ekki að ég var ekki að tala um brauð við ykkur? Varist súrdeig farísea og saddúkea.“ Þá skildu þeir að hann hafði ekki talað um að varast súrdeig í brauði heldur kenningu farísea og saddúkea.