Messuþjónar í Hallgrímskirkju

04. janúar 2016


Við allar messur í Hallgrímskirkju er hópur sjálfboðaliða sem kemur að helgihaldinu.   Auk kórmeðlima eru það hópur messuþjóna.   Fimm hópar eru starfandi hér í Hallgrímskirkju og sl. sunnudag, 3. janúar, þjónaði hópur númer fjögur sem við sjáum á meðfylgjandi mynd.   Messuþjónar taka á móti þeim sem til messunnar koma, leiða prósessíu í upphafi messunnar, lesa lestra og bænir,  annast samskot og aðstoða við altarisgöngu.

Alltaf er hægt að fjölga í hópnum svo ef ykkur langar að vera með og sinna slíkri þjónustu við messur þá hafið samband við presta Hallgrímskirkju, aðra messuþjóna eða sendið fyrirspurn á netfang kirkjunnar, hallgrimskirkja@hallgrimskirkja.is