Kl 08:00 Morgunmessa í kór Hallgrímskirkju. Messuþjónar sjá um athöfnina ásamt Sigurði Árna Þórðarsyni. Morgunmatur eftir messu.
kl. 20.00 Hátíðarhljómar Kirkjulistahátíðar Trompetleikararnir Jóhann Nardeau og Baldvin Oddsson ásamt David Cassan organista frá Frakklandi flytja tónlist eftir Charpentier, Vivaldi, Händel o.fl. Segja má að Jóhann og Baldvin hafi slegið í gegn á Hátíðarhljómum um síðustu áramót í Hallgrímskirkju og nú koma þeir aftur með hinum margverðlaunaða franska organista David Cassan sem vann m.a.fyrstu verðlaun í Alþjóðlegu orgelkeppninni í Chartre í Frakklandi 2017. Milli verka leikur David Cassan af fingrum fram. Miðaverð 4.900 kr.