Mögnuð tónleikahelgi að baki á Orgelsumri í Hallgrímskirkju

05. ágúst 2024

Mögnuð tónleikahelgi að baki á Orgelsumri í Hallgrímskirkju.

Á laugardaginn fengum við orgel- og gítardúóið Elísabetu Þórðardóttur organista í Laugarneskirkju og Þórð Árnason sem þekktastur er fyrir gítarleik með Þursaflokknum og Stuðmönnum og á sunnudaginn orgelstjörnuna Thierry Escaich frá Notre Dame frúarkirkjunni í París.

Meðfylgjandi myndir tók Steinar Logi Helgason

Hallgrímskirkja – Þinn tónleikastaður!