Mörður Árnason, íslenskufræðingur, talar um Passíusálmana
15. mars 2021
Passíusálmar Hallgríms Péturssonar eru tengdir föstunni, tímanum fyrir páska, enda fjalla sálmarnir um píslargöngu Jesú Krists. Er einhver ást, ástarþema eða ástarsaga í þessum sálmum? Mörður Árnason, málfræðingur ræðir um Passíusálmana við fundarmenn og Sigurð Árna Þórðarson í hádeginu þriðjudaginn 16. mars kl. 12,15. Mörður er einn helsti Hallgrímssérfræðingur þjóðarinnar og skrifaði stórmerkar orðskýringar og skýringarkafla um Passíusálma í fræðilegri útgáfu sálmanna árið 2015.
Fræðslusamveran verður í Suðursal Hallgrímskirkju. Allir velkomnir og fimmtíu manns mega vera á samverunni.
Myndin er eftir Barböru Árnason. Bakgrunnur frummyndinnar var hvítur en ekki rauður.