Jólatónlistarhátið Hallgrímskirkju á vegum Listvinafélags kirkjunnar heldur áfram sunnudaginn 11. desember kl. 17, þegar Björn Steinar Sólbergsson leikur á hið volduga Klaisorgel Hallgrímskirkju.
Á efnisskránni eru verk tengd aðventu- og jólum m.a. hið undurfagra Pastorale eftir J.S.Bach, frönsk Noël og kaflar úr Widor Sinfoníu sem tengist jólum, sjá efnisskrá að neðan.
Miðasala er við innganginn og er miðaverð 2500 kr, en 50% afsláttur fyrir nemendur, öryrkja og félaga í Listvinafélagi Hallgrímskirkju.
listvinafelag.is