Vetrarhátíð í Reykjavík hófst 3. febrúar. Verkið Ofbirta var sýnt á Hallgrímskirkju. Á heimasíðu Reykjavíkur er verkið skýrt: Verkið Ofbirta reynir að fanga stemminguna yfir jól og áramót þegar Íslendingar mótmæla skammdeginu með því að skreyta umhverfi sitt, og búa til sín eigin listaverk í gluggum og görðum. Verkið er unnið í þrívíddarforriti sem þar sem ljósbrotum er stjórnað með tilviljanakenndum hreyfingum svo að útkoman verður aldrei fullkomlega fyrirsjáanleg.