"..og ég vil líkjast Rut"

07. febrúar 2021
Þriðjudaginn 9. febrúar kl. 12.05 halda áfram fræðslufyrirlestrar í Hallgrímskirkju um baráttukonur í Biblíunni.  Þá verður fjallað um Rut sem sagt er frá í samnefndu riti í Biblíunni.
Biblían segir okkur hetjusögur, átakasögur og hversdagssögur úr lífi ótal kvenna og Rutarbók í Gamla testamentinu segir eina slíka.
Rut var vafalaust "sönn og góð" eins og stendur í söngnum en líka svo margt fleira, bæði eldklár og úrræðagóð og því kynntist Naómí tengdmóðir hennar. Þær lögðu í ferð til Betlehem til að afla sér lífsviðurværis.
Einnig verður fjallað um kanversku konuna í framhaldi af sögu Rutar.

Fræðslunni verður streymt á Facebook síðu kirkjunnar
Fyrirlesturinn hefst kl. 12.05 og lýkur 12.45