Sr. Aldís Rut Gunnarsdóttir flytur hádegiserindi þriðjudaginn 12. október um orð sem skapa veruleika. Hvernig er hægt að tala um og við Guð? Hvað eru bænir? Hver eru mörk tungumáls og málsnið í trúartúlkun nútímasamfélags? Guðsmynd okkar, skiptir hún máli? Um þetta efni skrifaði sr. Aldís Rut meistaraprófsritgerð sína og ræðir í þriðjudagserindinu. Aldís Rut er nú prestur Langholtskirkju í Reykjavík. Fundurinn verður í Suðursal og hefst kl. 12,07 og kaffi á borðum. Verið velkomin til samtals og samfélags.
Mynd af sr. Aldísi Rut er að láni frá Langholtskirkju. Stafakubbamyndina tók sáþ.