Orgelsumar í Hallgrímskirkju verður haldið hátíðlegt frá 3. júlí til 21. ágúst í sumar.
Fjórtán íslenskir og erlendir organistar leyfa Klais-orgeli Hallgrímskirkju að hljóma á laugardögum og sunnudögum í júlí og ágúst.
Á Menningarnótt verður orgelmaraþon þar sem fjölmargir nemendur Björns Steinars Sólbergssonar organista í Hallgrímskirkju munu koma fram í kirkjunni.
Orgelsumrinu lýkur svo með lokatónleikum sunnudaginn 21. ágúst.
Á upphafstónleikum Orgelsumars í Hallgrímskirkju 2022 koma fram Matthías Harðarson, orgelleikari og Charlotta Guðný Harðardóttir, píanóleikari sem flytja verk fyrir orgel og píanó eftir Widor, Franck, Dupré, Sigurð Sævarsson og Alain.
https://www.hallgrimskirkja.is/is/dagatal/dagatal-listi/orgelsumar-i-hallgrimskirkju-1
Miðar eru fáanlegir við innganginn og á www.tix.is