Orgelsumar í Hallgrímskirkju stendur sem hæst og um helgina verða þar tvennir tónleikar.
Í dag, laugardag 20. júlí kl. 12 mun Ágúst Ingi Ágústsson leika á orgel kirkjunnar og á morgun sunnudag 21. júlí kl. 17. kemur orgelleikarinn Kadri Ploompuu frá Eistlandi.
Hér má finna mjög flott viðtal við laugardagsorganistann okkar Ágúst Inga og Björn Steinar Sólbergsson, organista og tónlistarstjóra Hallgrímskirkju sem ræddu orgelleik í síðasta hluta þáttarins. Viðtalið hefst á 1:12:44 á flutningi Björns Steinars á verkinu Slá þú hjartans hörpustrengi e. Johann Sebastian Bach.
HALLGRÍMSKIRKJA – ÞINN TÓNLEIKASTAÐUR!