Fimmtudagur 8. ágúst kl. 12.00 - 12.30
Guðný Einarsdóttir organisti Háteigskirkju leikur verk eftir Felix Mendelssohn, Atla Heimi Sveinsson, Báru Grímsdóttur og Jón Nordal.
Miðaverð 2500 kr
Guðný Einarsdóttir stundaði píanónám frá unga aldri og lauk prófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og orgelnámi frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar.
Hún lauk kirkjutónlistarnámi frá Tónlistarháskólanum í Kaupmannahöfn. Samhliða náminu stjórnaði hún kammerkórnum Stöku, en hún er ein af stofnendum hans. Að loknu námi í Kaupmannahöfn var Guðný organisti danska safnaðarins í París en samhliða starfinu stundaði hún framhaldsnám í orgelleik.
Guðný hefur komið fram á Íslandi og erlendis sem einleikari, meðleikari og kórstjóri. Hún gegnir nú stöðu organista við Háteigskirkju í Reykjavík.
Fimmtudaginn 8. ágúst kl. 12.00
Felix Mendelssohn 1809-1847
Sónata í B-dúr op. 65 nr. 4 Allegro con brio
Andante religioso Allegretto Allegro maestoso
Atli Heimir Sveinsson 1938-2019
Intermezzo úr Dimmalimm
Bára Grímsdóttir 1960-
Engladans
Jón Nordal 1926-
Tokkata