Orgeltónleikar Hans-Ola Ericsson. Laugardaginn 11. ágúst kl.12 og sunnudaginn 12. ágúst kl.17
08. ágúst 2018
Laugardaginn 11. ágúst kl. 12leikur hinn heimsfrægi organisti og prófessor við McGill-háskólann í Montréal, Hans-Ola Ericsson, verk eftir O. Lindberg og J.S Bach. Miðaverð kr. 2.000.
Á seinni tónleikum sínum sunnudaginn 12. ágúst kl. 17, leikur Hans-Ola Ericsson verk eftir J.S Bach, R. Wagner (Pílagrímakórinn úr Tannhäuser) og F. Liszt. Miðaverð kr. 2.500.
11. ágúst kl. 12.00: Hans-Ola Ericsson, prófessor við McGill-háskólann íMontréal
Efnisskrá:
Oskar Lindberg 1887?1955 Sónata í g-moll, 1924
I Marcia elegiaca
II Adagio
III Alla Sarabanda
IV Finale: Allegro con brio
Johann Sebastian Bach 1685?1750
O Mensch, bewein dein Sünde gross, BWV 622
Prelúdía og fúga í h-moll, BWV 544
12. ágúst kl. 17.00: Hans-Ola Ericsson, prófessor við McGill-háskólann í Montréal
Efnisskrá:
Johann Sebastian Bach 1685?1750
Einleitung und Fuge /Inngangur og fúga
Umr. Franz Liszt 1811?1886 úr kantötunni Ich hatte
viel Bekümmernis, BWV 21
Richard Wagner 1813?1883 Pílagrímakórinn úr Tannhäuser
Umr. Franz Liszt
Johann Sebastian Bach
Chromatische Fantasie, BWV 903
Umr. Max Reger 1873?1916
Johann Sebastian Bach Lokakafli Matteusarpassíu
Umr. Charles-Marie Widor 1844?1937
Franz Liszt Fantasía og fúga um kóralinn
Ad nos, ad salutarem undam, 1850
Hans-Ola Ericsson stundaði orgelnám að mestu í Stokkhólmi í Svíþjóð og í Freiburg í Þýskalandi en síðar einnig í BNA og í Feneyjum. Árið 1989 var hann skipaður prófessor í kirkjutónlist og orgelleik við tónlistardeild Háskólans í Piteå/Luleå í Svíþjóð. Hann hefur verið gestaprófessor bæði í Ríga, Kaupmannahöfn, Helsinki og Amsterdam auk þess sem hann hefur verið eftirsóttur konsertorganisti og fyrirlesari á fjölda orgelhátíða þar sem hann hefur lagt ríka áherslu á nýja orgeltónlist. Árið 1996 varð hann fastur gestaprófessor í Bremen, Þýskalandi og árið 2011 var hann skipaður orgelprófessor við McGill háskólann í Montréal í Kanada.
Hans-Ola Ericsson hefur komið fram á tónleikum víða um heim, fjöldi geisladiska vitna um hæfni hans og hann hefur unnið með mörgum þekktum tónskáldum við túlkun verka þeirra, s.s. György Ligeti og Olivier Messiaen. Þá er hann vinsæll dómnefndarmaður í orgelkeppnum.
Á undanförnum árum hafa mörg tónverk Hans-Ola Ericssons verið frumflutt. Meðal þeirra er The Four Beasts Amen fyrir orgel og rafhljóð, kirkjuóperan Höga Visan og Stabat mater fyrir kvennakór, fjögur klarinett og tvo slagverksleikara. Þar fyrir utan hefur Hans-Ola mikinn áhuga á viðhaldi eldri orgela og að stuðla að smíði nýrra. Árin 2002?2005 var hann aðalgestaorganisti Orgelhátíðarinnar í Lahti í Finnlandi og 2005?2011 var hann listrænn ráðgjafi Alþjóðlegu orgelhátíðarinnar í Bodø í Noregi.