Orgeltónleikar sunnudaginn 24. júní kl. 17:00-18:00. Björn Steinar Sólbergsson
20. júní 2018
24. júní kl. 17.00: Björn Steinar Sólbergsson, orgel
Björn Steinar Spilar á orgelið sunnudaginn 24. júní kl. 17 með viðameiri efnisskrá sem inniheldur hrífandi verk eftir Widor, Mendelssohn, Pál Ísólfsson og hið heimsþekkta verk Brúðkaupsdagur á Troldhaugen eftir Grieg. Miðaverð 2.500 kr.
Miðasala er í kirkjunni klukkustund fyrir alla tónleika og á midi.is
Efnisskrá
Charles-Marie Widor 1845?1937 Allegro vivace
Úr / From: Orgelsinfónía nr. 5/1, op. 42
Meditation
Úr / From: Orgelsinfónía nr. 1/1, op. 13
Final Úr / From: Orgelsinfónía nr. 8/4, op. 42
Felix Mendelssohn-Bartholdy 1809?1847 Sónata í f-moll, op. 65, nr. 1
Allegro Adagio Andante recitativo Allegro assai vivace
Páll Ísólfsson 1893?1974 Þrjú píanóverk / Three piano pieces
Umr. / Trans: Björn Steinar Sólbergsson I Burlesca
II Intermezzo
III Capriccio
Edvard Grieg 1843?1907 Bryllupsdag på / Wedding day at Troldhaugen
Björn Steinar Sólbergsson er organisti við Hallgrímskirkju í Reykjavík og tekur virkan þátt í blómlegu listastarfi kirkjunnar. Hann er einnig skólastjóri Tónskóla þjóðkirkjunnar þar sem hann kennir jafnframt orgelleik. Björn Steinar stundaði tónlistarnám við Tónlistarskólann á Akranesi og í Tónskóla þjóðkirkjunnar í Reykjavík. Meðal kennara hans þar voru Haukur Guðlaugsson og Fríða Lárusdóttir. Framhaldsnám stundaði hann á Ítalíu hjá James E. Göettsche og í Frakklandi við Conservatoire National de Region de Rueil Malmaison hjá Susan Landale þar sem hann útskrifaðist með einleikarapróf í orgelleik (Prix de virtuosité) árið 1986. Hann starfaði sem organisti við Akureyrarkirkju í 20 ár þar sem hann vann markvisst að uppbyggingu tónlistarstarfs við kirkjuna. Björn Steinar hefur haldið fjölda einleikstónleika hér heima, á öllum Norðurlöndunum, í Evrópu og Norður-Ameríku. Hann hefur leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammerhljómsveit Akureyrar, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og The Cleveland Institute of Music Orchestra. Hann hefur hljóðritað fyrir útvarp og sjónvarp og á geisladiska, m.a. öll orgelverk Páls Ísólfssonar hjá Skálholtsútgáfunni og orgelkonsert Jóns Leifs hjá útgáfufyrirtækinu BIS, en sú hljóðritun hlaut einróma lof gagnrýnenda.