Passíusálmar Hallgríms Péturssonar eru víða lesnir á föstunni, t.d. á rás 1 á RÚV, í kirkjum og í heimahúsum. Í Hallgrímskirkju verða sálmarnir lesnir á þessari föstu í hádeginu kl. 12 alla daga nema á laugardögum og þriðjudögum. Passíusálmarnir hafa um aldir verið notaðir af Íslendingum til íhugunar á merkingu krossferils Krists og inntaki mannlífs. Passíusálmarnir eru útlistun á lífi og lífsbaráttu Jesú Krists frá skírdagskvöldi til krossfestingar á föstudeginum langa. Lesarar á föstunni 2021 í Hallgrímskirkju eru starfsfólk, sóknarnefndarfólk kirkjunnar og áhugafólk um Passíusálmana. Allir velkomnir en sóttvarnarreglur ákvarða fjölda þó kirkjan sé stór.
Meðfylgjandi er mynd Leifs Breiðfjörð af Hallgrími Péturssyni, höfundi Passíusálmanna.