Málstofa á kirkjudögum Í Lindakirkju í dag, 31. ágúst kl. 14.00
Hinar mörgu myndir Hallgríms / Maðurinn, ljóðin og leikirnir
Í ár heiðrum við 350 ára minningu Hallgríms Péturssonar.
Af þessu tilefni ætla prestar Hallgrímskirkju, Eiríkur Jóhannsson og Irma Sjöfn Óskarsdóttir að fjalla um Hallgrím Pétusson frá ýmsum sjónarhornum.
Hallgrímur var maður alvörunnar en líka kímni, stundum galsafenginn en bjó yfir næmni og innsæi, réttlætiskennd og trúarsannfæringu sem er tímalaus í heimi trúar og þjóðar/kirkju
Erindin bregða ljósi á persónuna Hallgrím í fortíð og nútíð bæði í frásögum og ljóðum skálda.
Að lokum bregðum við á leik að hætti samtíma Hallgríms og skoðum og könnum hvað þýðir að „stafa kúrvelskt letur og „ rífa ræfil úr svelli „