Raddprufur Kórs Hallgrímskirkju fyrir haustið 2024 fara í lok ágúst. Laus pláss í 1.sópran og tenór.
Örfá laus pláss í öðrum röddum.
Gerð er krafa um fyrri kórreynslu og færni í nótnalestri. Kórinn æfir á þriðjudagskvöldum klukkan 19-22 auk mánaðarlegra raddæfinga.
Verkefni kórsins í vetur verða meðal annars; flutningur á Hallgrímspassíu eftir Sigurð Sævarsson með Kammersveit Reykjavíkur og einsöngvurum, tónleikar með Barokkbandinu Brák á aðventunni, viðburðurinn Syngjum jólin inn ásamt undirbúningi fyrir tónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Kórinn tekur virkan þátt í helgihaldi í Hallgrímskirkju.
Stjórnandi kórsins er Steinar Logi Helgason.
Áhugasamir hafi samband fyrir 28. ágúst 2024 á netfangið
kor@hallgrimskirkja.is