Í hverri viku ársins er boðið til árdegismessu í Hallgrímskirkju á miðvikudagsmorgnum kl. 8. Þessar messur eru um hálftíma langar með ritningarlestri, hugleiðingu og bæn sem undanfara máltíðar Drottins. Að messu lokinni er gengið til safnaðarheimilis, þar sem þátttakendur skiptast á að reiða fram morgunverð.
Morgunmessurnar eru í kór kirkjunnar. Bæði óvígðir og prestar þjóna við messuna, syngja forsöng, lesa, predika og biðja. Allir velkomnir.