Þriðjudagsæfing barna og unglingakórs Hallgrímskirkju
01. desember 2015
Í dag þriðjudaginn 1. desember kl. 16.30 17.30 er æfing hjá kórnum, sem hefur farið vel af stað í vetur.
Hann æfir að jafnaði tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum á þessum tíma.
Kórinn er ætlaður stúlkum og drengjum á aldrinum 10-13 ára, af höfuðborgarsvæðinu og nágrannasveitarfélögum.
Verkefni kórsins í vetur er meðal annars söngur í fjölskyldumessu, æfingadagur/heimsækja annan kór, aftansöngur á aðfangadag ásamt Mótettukór Hallgrímskirkju, kórsöngur á Reykjavík Peace Festival (Friðarhátíð) í febrúar 2016 og Söngvahátíð barnanna á Skírdag.
Nánari upplýsingar eru hjá kórstjóra, Ásu Valgerði Sigurðardóttur, s: 699 4373.