Æskulýðsstarfið Örkin og unglingar er komið á fullt skrið í Hallgrímskirkju. Starfið fer vel af stað og það er góð þátttaka.
Starfið er fyrir unglinga í 8.-10. bekk og það er á fimmtudagskvöldum kl. 19:30-21:30 í Suðursal kirkjunnar.
Það er nýr starfsmaður í æskulýðsstarfinu, en hún heitir Hilda María Sigurðardóttir og er guðfræðinemandi við Háskóla Íslands.
Æskulýðsfélagið ætlar á Landsmót ÆSKÞ í október 2020 ef að aðstæður leyfa, en eins og staðan er í dag, þá verður Landsmót og það verður haldið á Sauðárkróki.
https://www.aeskth.is/landsmot-2020/
Allir unglingar eru hjartanlega velkomnir í starfið.