Safnaðarstarf í Hallgrímskirkju hafið á nýju ári!

06. janúar

Safnaðarstarf í Hallgrímskirkju á nýju ári!

Messað alla sunnudaga kl. 11
Sunnudagaskólinn:
Hefst sunnudaginn 7. janúar kl. 11.
Ensk messa
kl. 14 síðasta sunnudag í mánuði.
Hádegisbænir: Alla mánudaga kl. 12:00. Sigrún V. Ásgeirsdóttir leiðir og er stundin við Maríualtari inn í kirkju.
Miðvikudagsmessa: Alla miðvikudaga í kór kirkjunnar kl. 10.
Létt hressing eftir messu.
Foreldramorgnar: Alla miðvikudaga kl. 10-12. Hist er í kórkjallaranum.
Kyrrðarstund: Alla fimmtudaga kl. 12.
Léttar veitingar á vægu verði í Suðursal að lokinni stund.
Kvöldkirkjan: Síðasta fimmtudag í mánuði kl. 20 - 22.
Handavinna: Alla laugardaga milli kl. 10-12 í Suðursal. Alltaf heitt á könnunni.
Orgel Matinée: Fyrsta laugardag í mánuði kl. 12 frá febrúar til júní.
Hægt er að nálgast miða í Hallgrímskirkju og á tix.is.
Kór Hallgrímskirkju: Þriðjudaga kl. 19 - 22.00 auk mánaðarlegra raddæfinga.
Raddprufur fara fram 11. og 12. janúar. Laust í 1. sópran, 2. alt og tenór. Áhugasamir hafi samband á kor@hallgrimskirkja.is

Tónleikaröðin Vetur og vor í Hallgrímskirkju hefst 28. janúar kl. 17.00 með tónleikunum Cantoque syngur Þorkel í samstarfi við Myrka Músíkdaga 2024.

Einnig viljum við benda á dagatal kirkjunnar.

Hallgrímskirkja - Þinn staður 2024!