Saga okkar og Sigurbjörn biskup

24. júní 2021
Dr. Sigurbjörn Einarsson hefði orðið 110 ára gamall 30. júní næstkomandi. Sigurbjörn var fyrsti prestur Hallgrímsprestakalls. Hann lagði mikið til þjóðar sinnar, m.a. með prédikun í Hallgrímskirkju. Prédikunarstóll kirkjunnar er gjöf Sigurbjarnar, vina hans og fjölskyldu. Eftir prestsstarf í Hallgrímskirkju varð Sigurbjörn háskólakennari í guðfræði og hafði mikil áhrif í kennslu og síðar í biskupsstarfi. Í guðsþjónustunni í Hallgrímskirkju 27. júní verða nokkrir sálma hans sungnir og rætt um boðskap hans í prédikun. Prestur: Sigurður Árni Þórðarson. Messuþjónar aðstoða. Organisti Matthías Harðarson. Söngvarar: Íris Björk Gunnarsdóttir, Fjölnir Ólafsson, Marteinn Snævarr Sigurðsson, Rósalind Gísladóttir.

Inngöngusálmur. Nú hverfur sól í haf. Sigurbjörn Einarsson/Þorkell Sigurbjörnsson

22 Þú mikli Guð ert með oss á jörðu

Kórsöngur milli lestra: Eigi stjörnum ofar...

30 Lof sé þér

267 Kristur, sem reistir þitt ríki á jörð

---

590 Faðir vor þín eilíf elska vakir

712 Dag í senn eitt andartak í einu

Eftirspil - Fantasie í g-moll BWV 542/1 eftir J.S. Bach

Þriðja lestraröð

Lexía: Sak 7.8-10
Svo segir Drottinn allsherjar: Fellið réttláta dóma og sýnið hver öðrum miskunnsemi og samúð. Níðist hvorki á ekkjum, munaðarleysingjum, aðkomumönnum né fátæklingum og hyggið ekki á ill ráð hver gegn öðrum í hjarta yðar.

Pistill: Róm 14.1-6 
Takið á móti trúarveikum án þess að dæma skoðanir þeirra. Einn er þeirrar trúar að alls megi neyta, annar er veikur í trúnni og neytir einungis jurtafæðu. Sá sem neytir skal ekki fyrirlíta hinn sem neytir ekki og sá sem neytir ekki skal ekki dæma þann sem neytir því að Guð hefur tekið á móti honum. Hvað átt þú með að dæma þjón annars manns? Hann stendur og fellur herra sínum. Og hann mun standa því að megnugur er Drottinn þess að láta hann standa. Einn gerir mun á dögum, annar metur alla daga jafna. Hver og einn fylgi sannfæringu sinni. Sá sem þykist verða að taka tillit til þess hvaða dagur er gerir svo vegna Drottins. Og sá sem neytir kjöts gerir það vegna Drottins því að hann gerir Guði þakkir. Hinn sem lætur óneytt gerir svo vegna Drottins og færir Guði þakkir.

Guðspjall: Matt 7.1-5
Dæmið ekki svo að þér verðið ekki dæmd. Því að með þeim dómi, sem þér dæmið, munuð þér dæmd verða og með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða. Hví sér þú flísina í auga bróður þíns en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu? Eða hvernig fær þú sagt við bróður þinn: Lát mig draga flísina úr auga þér? Og þó er bjálki í auga þínu. Hræsnari, drag fyrst bjálkann úr auga þér og þá sérðu glöggt til að draga flísina úr auga bróður þíns.