Sálmafoss og Barnafoss á Menningarnótt í Hallgrímskirkju
22. ágúst 2023
Fréttir
Sálmafoss og Barnafoss á Menningarnótt í Hallgrímskirkju fengu einstaklega frábærar viðtökur. Þúsundir manns komu í kirkjuna milli 14-18 til að fagna nýju sálmabókinni og sálminum í sinni fjölbreyttustu mynd af öllum kynslóðum. Um 200 manns komu fram á Sálmafossi og börnin bjuggu til Barnafoss úr efnisstrimlum sem þau hengdu upp og hlupu í gegn um. Dagurinn var í einu orði sagt frábær!
Hér fyrir neðan eru myndir eftir Hrefnu Harðardóttur sem sýna skemmtilega stemmingu í kirkjunni á Menningarnótt.