Segðu frá ef þér líður illa!

12. september 2024

Gulur september 2024 / Segðu frá ef þér líður illa!

"Gulur september er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Það er von undirbúningshópsins að gulur september, auki meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna, sé til merkis um kærleika, aðgát og umhyggju."

Alla mánudaga og föstudaga milli kl. 12.00-12.15 er boðið til bænastundar við kapelluna í Hallgrímskirkju. Kapellan er við Maríugluggann norðanmegin í kirkjunni og eru öll hjartanlega velkomin.

Hægt er að koma á framfæri fyrirbænarefnum í síma kirkjunnar, 5101000 eða á netfangið hallgrimskirkja@hallgrimskirkja.is

Hallgrímskirkja – Staðurinn okkar!