Seinustu sumartónleikar Schola cantorum á miðvikudaginn
30. ágúst 2016
Á morgun, miðvikudaginn 24. ágúst kl. 12 verða seinustu sumartónleikar kammerkórsins Schola cantorum.
Íslensk kórtónlist hefur fengið að óma í allt sumar í Hallgrímskirkju á miðvikudögum og hefur ekki síst heillað ferðamenn upp úr skónum, sem eru afar áhugasamir um að kynnast íslenskum tónlistararfi. Á dagskrá er blanda íslenskra þjóðlaga og nýrri tónsmíða, krydduð með verkum frá barokk- og endurreisnartíma eftir Händel og Byrd.
Tónleikarnir hefjast kl. 12. Aðgöngumiðar eru seldir klukkustund fyrir tónleika í anddyri kirkjunnar og kosta kr. 2500.
Boðið er upp á kaffi og sætan bita eftir tónleikana.