Steinar Máni Þrándarson sagði já á fermingardeginum sem var hvítasunnudagurinn, 23. maí. Í kirkjunni voru auk allra hinna fermingarungmennana fjölskyldur og söfnuður. Og meðal þeirra var langamma Steinars. Hún heitir Sigríður Jóna Clausen og fermdist í Hallgrímskirkju líka. Það var 65 árum fyrr, þ.e. árið 1956. Til hamingju Steinar Máni, Sigríður Jóna og fjölskylda. Við starfsfólk Hallgrímskirkju þökkum samfylgdina og viljum að kirkjan sé ykkar kirkja og þjóni ykkur vel.
Meðfylgjandi mynd er af Steinari Mána og Sigríði Jónu, langömmu, á hvítasunnudegi 2021.