Sunnudagurinn 1. mars 2020 Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar
Kl. 10: Karítas Hrundar Pálsdóttir, rithöfundur og ein af leiðtogum í barnastarfi Hallgrímskirkju les upp úr bók sinni Árstíðir í Suðursal. Spjall og spurning eftir á. Kleinur og heitt á könnunni.
Kl. 11: Verður skapandi fjölskylduguðsþjónusta fyrir alla fjölskylduna. Söngur, biblíusaga, brúðuleikhús og sköpunin fær að njóta sín. Fermingarbörnin og ungleiðtogar hjálpa til við guðsþjónustuna.
Kl. 12:30: Myndlistarkonan Guðrún A. Tryggvadóttir verður með listamannaspjall í fordyri kirkjunnar. Þetta er síðasta sýningarhelgi sýningarinnar Lífsverk en sýningarstjóri er Hrafnhildur Schram. Einnig er hægt að kaupa bók Guðrúnar Lífsverk í kirkjubúðinni (Guðbrandsstofu).
Eftir guðþjónustu & listamannaspjalls verður boðið til kaffis, djús og léttra veitinga.