Fyrsta sunnudag í aðventu eru tuttugu ár síðan hinn stórkostlegi skírnarfontur Leifs Breiðfjörð var helgaður og gefinn Hallgrímskirkju við upphaf nýs kirkjuárs 2001. Hönnunarsagan og gerð fontsins er heillandi. Eftir guðsþjónustuna 28. nóvember 2021 munu Leifur Breiðfjörð og Sigríður Jóhannsdóttir segja frá hvernig fonturinn varð til. Þau munu einnig segja frá hinum listaverkunum sem þau hafa unnið fyrir Hallgrímskirkju. Samveran hefst í kirkjunni við skírnarfontinn og í lokin verður farið að vesturglugga kirkjunnar, þ.e. á aðra hæð við Klais-orgelið.
mynd sáþ