Þegar sólin dansar á himninum og færir okkur langþráða birtu sumars sem nú strax er á undanhaldi þá dansa rykkornin og leggjast mjúklega og safnast saman í breiður á borðinu mínu. Vís kona sagði við mig eitt sinn að hafa ekki áhyggjur þó rykið safnist á mubblur og borð skrifaðu heldur í rykið og hafðu ekki áhyggjur af því að þurrka það af. Það er gott að muna þetta í dag.
Ryk og klysjur
Í Biblíufrásögum dagsins í dag er skrifað í rykið og meira en það því þurr jörðin hrópar til okkar, það er skrifað á jörðina. Á rykuga þurra, leirblandna jörð þar sem ekkert stendur um eilífið heldur hverfur í rykmökk og vinda daganna. Gljúp jörðin sem opnað hefur munn sinn og tekið á móti blóði bróðurins. Þetta sem eru orðnar hálfgerðar klysjur standa skrifaðar í aldagamalt rykurið okkur sem dýpt sem við náum trúlegast aldrei að botna eða miðlaða er gildum um ábyrgðin sem sektin skýlir sér á bak við frásöguna um þegar rödd Guðs segir: Hvað hefurðu gert? Blóð Abels, bróður þíns, hrópar til mín af jörðinni. Þess vegna skaltu vera bölvaður og burtrekinn af jörðinni sem opnað hefur munn sinn og tekið á móti blóði bróður þíns er þú úthelltir. Við bróðurmorði eins og sagt er frá í lexíu dagsins í dag er refsiramminn en það hlýtur alltaf að vera áleitið umhugsunarefni hversu langt sem við að taka líf fyrir líf - Guð sem sá Kain refsingin fólst í samviskunni dómurinn var sektin í huga þess sem glæpinn framdi og lýsingin er myndræn . Á ég að gæta bróður míns.
Á ég að gæta bróður míns eða orð Jesú við Faríseana og fræðimennina sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum"...eða hvað finnst þér ?
Refsing
Já það er mikill þungi í guðspjalli og textum dagsins. Eiginlega kennslustund í því hvernig heilt samfélag á að haga sér, hvernig kirkjan á að standa í veröldinni. Við þekkjum þessa mynd úr kvikmyndum sem byggja á ævi Jesú Krists, niðulægð kona, góðlegur meistarinn sem beygir sig niður og skrifar í rykið og allir klerkar og predlátar, farísear og fræðimenn víkja undan krafti meistarans. Obbosí þeir hafa verið hræðilegir þessi menn og enn eru konur grýttar vegna afbrota sinna oft meintra hjúskaparbrota eða að hafa jafnvel tælt aðra til að nauðga sér. Þvílíkt óréttlæti og dómharka finnst okkur en vitanlega er þetta eitthvað sem lifir stað og stund atburðarins í Jóhannesaguðspjalli þetta er um mig og þig
Við förum aðrar leiðir gætum við sagt og sækjum þau til saka sem nýta sér neyð þeirra sem selja líkama sinn. Vitum að fólk er nýtt og notað enn í dag og sjálfsvirðingunni er kyngt því fátækt og mismunun setur fólk stundum á þennan stað í lífinu en aðeins okkar eigin afstaða setur grjótið í hendurnar á okkur og við höfum svigrúm til að vega og meta. Við þekkjum söguna og veruleika Jesú Krists hér í heimi og hvaða fordæmi gefur hann okkur í dómum okkar. Elsku og gleði yfir lífinu í öllum þess litbrigðum
Táknið í Charleston
Ofarlega á baugi í dag eru atburðirnir til atburðanna í Charleston í Suður Karólínu í þegar hinn ungi Dylan Storm Roof, þann 17. júní sl. tók upp byssu í miðjum Biblíulestri í Emanúel kirkjunni. Þetta var kristin kirkju afrískra meþódista og öldungakirkjufólks í Charleston. Þau höfðu tekið vel á móti unga manninum af gestrisni eins og kirkjusamfélag. Eftir að hafa setið með þeim í meira en klukkutíma í Biblíulestri tók hann upp byssu sem faðir hans hafði fært honum að gjöf þegar hann var 20 ára og myrti með henni 9 manns sem höfðu boðið hann velkomin í hópinn og deilt með honum fræðslu og vangaveltum um Biblíuna. Þið nauðgið konunum okkar og eruð að yfirtaka landið okkar, sagði hann að sögn vitnis. Framvinduna þekkjum við úr fjölmiðlum og blóðið hefur hrópað hátt af stéttum og fjölmiðlum. Umræða um fána Suðurríkjanna með stjörnum ríkjanna er orðinn kúgunartákn en kannski gleymist sterkasta táknið í þessu fyrirgefning hins kristna safnaðar sem þjáðist mest og var fórnarlamb fordóma og ótta. Blóðið sem hrópaði af jörðunni eins og í sögunni af bræðrunum Kain og Abel. Kraftaverk í ljótleika og gríðarlegri sorg. Kraftaverk gerast og þau gerðust. Eins og lífið okkar er þannig enn að markast í dag af skelfilegum atburðum þá hafa frásögur Biblíunnar mótast merkingin og gátan og spurnin um merkingu hefur grafið sig í líf aldanna.
Leyndarmál
Þessi frásaga í Jóhannesarguðspjalli er víst hálfgert vandræðabarn þegar skoðuð er tilurðarsaga Jóhannesarguðspjalls. Hún hefur átt bæði öruggan stað í guðspjallinu og svo hefur hún horfið kannski var hún óþægur ljár í þúfu feðraveldis árdaga kristninnar ? Hver veit en þarna er hún í dag og rykar upp erfiðum hugsunum. Í raun er meira er um að málverk hafi túlkað þessa sögu í gegn um aldirnar. Stóra leyndarmálið og spurningin situr svo eftir. Hvað var ritað á jörðina og var það það sama í bæði skiptin sem Jesús laut niður.
Leyndarmál ? það sem enginn þarf að sjá eins og Kristur skrifar í þitt líf lýtur niður og ritar eitthvað sem við vitum aðeins um.
Þetta er makalaus saga um hvernig Kristur tekur öðruvísi á málum, leiðir okkur lengra ekki satt. Eins og söfnuðinum í Charleston tókst. Við verðum að hafa trú á því sem sigrar okkar eigin fordóma. Það sem fær okkur til að ganga lengra en við sjálf. Umræðan í kjölfarið hefur verið merkileg því um leið og rætt er um kynþáttafordóma hefur víða verið minnt á og rætt um þessa innbyggðu fordóma sem við þarf að horfast í augu við staða okkar í lífiu er hluti af fordómunum, hluti af persónugerð okkar, aðstöðu, þetta er það flóknasta að glíma við. Okkar eigin meðfæddu fordóma og fyrirgefningingu
Þetta er að gæta bróður og systur, þetta er að snerta ekki steinana sem verða okkur oft svo léttir í hendi, sem sleppa stundum úr hendi okkar óvart, meðvitað. Svo verða sögurnar afdrifaríkari þar sem hatrið er blint.
Við verðum að skoða huga okkar sífellt í ljósi þess hvernig Kristur breytti þegar kallað er eftir rödd kirkjunnar og umhyggju, umburðarlyndi og framsýni í málefnum sem varða réttindi fólks, kynþáttamisrétti, misrétti gagnvart samkynhneigðum, misrétti gagnvart konum, þetta allt kallar á hvernig steininn vigtar í hendi okkar eða hversu gljúpur jarðvegurin er og rykið fýkur hljótt á brott Stundum eru framfari og áræði gleði okkar breytingar til framfara og framdráttar fagnaðarerindinu skrefin sem Kristur kallar sífellt eftir, kæri söfnuður.
En fordómar eru oft steinarnir sem þyngja vasann og eru stundum hluti af landslagi sem við erum löngu hægt að horfa á eða skynja okkur sem hluta af. Fordómar eru skrifaðir á rykugar götur Guðríkisins og eru dómarnir sem við fellum án umhugsunar og aldrei eru orð Krists eins mikilvæg eins og þegar mótuð er afstaða í erfiðum samtímamálum, þá duga ekki frasakenndar tilvitnanir heldur að kafa og vera heiðarleg eins og Kristur krefst af okkur - umvefja elska, fyrirgefa, virða og íhuga.
Þessi fallega setning úr sálminu sem við sungum áðan eftir Björn Halldórsson:
hann fótstig getur fundið,
sem fær sé handa þér.
Það er lífið sem býður okkar, að finna færar leiðir. Og leiðin er í framfaraátt þar sem við megum ekki vera fyrirstaða í þrjósku okkar og blindni því um verk Krists segir í sama sálmi:
Þitt starf ei nemur staðar,
þín stöðvar engin spor,
Skrifum í rykið
Veltum fyrir okkur hvað skrifað var í rykið. Látum okkar það ekki eftir að gleyma og vilja ekki vita því þarna var eitthvað merkilegt skrifað sem við misstum af. Það var vafalaust eitthvað sem skipti miklu máli, eitthvað sem kom við ráðandi og ríkjandi farísea og fræðimenn, snerti fordóma þeirra og sleggjudóma. Að sniðgagna sína eigin fordóma er að þora að horfa lengra sjá okkar dóma og hvatvísi hverfa eins og stafi á rykugri jörð og þeir hverfa svo fljótt að við náum ekki að sjá hvað skrifað var.
Kristur kallar okkur á nýjar slóðir frá dómum, fordómum og hleypidómum. Kristur sem skrifar alltaf nýja kafla í þínu lífi, í rykið sem safnast á borðin og á lífið okkar.
Við vitum ekki hvað var ritað á jörðina, það er glíman okkar og spurningin vakir...
______________________________________
Lexía: 1Mós 4.8-13
Þá sagði Kain við Abel, bróður sinn: Göngum út á akurinn. Og er þeir voru á akrinum réðst Kain á Abel, bróður sinn, og drap hann. Þá sagði Drottinn við Kain: Hvar er Abel, bróðir þinn? Kain svaraði: Það veit ég ekki. Á ég að gæta bróður míns? Drottinn sagði: Hvað hefurðu gert? Blóð Abels, bróður þíns, hrópar til mín af jörðinni. Þess vegna skaltu vera bölvaður og burtrekinn af jörðinni sem opnað hefur munn sinn og tekið á móti blóði bróður þíns er þú úthelltir. Þegar þú yrkir jörðina skal hún ekki framar gefa þér uppskeru sína. Landflótta og flakkandi skaltu vera á jörðinni.
Kain sagði við Drottin: Sekt mín er meiri en svo að ég fái borið hana.
Pistill: Róm 2.1-4
Því hefur þú, maður, sem dæmir, enga afsökun hver sem þú ert. Um leið og þú dæmir annan dæmir þú sjálfan þig því að þú, sem dæmir, fremur hið sama. Við vitum að Guð dæmir þá með réttu sem slíkt fremja. Hyggur þú, maður, sem dæmir þá er þvílíkt fremja og gerir sjálfur hið sama, að þú munir umflýja dóm Guðs? Eða forsmáir þú hans miklu gæsku, þolinmæði hans og biðlund og lætur þér ekki skiljast að gæska Guðs vill leiða þig til afturhvarfs?
Guðspjall: Jóh 8.2-11
Snemma morguns kom hann aftur í helgidóminn og allt fólkið kom til hans en hann settist og tók að kenna því. Farísear og fræðimenn koma með konu, staðna að hórdómi, létu hana standa mitt á meðal þeirra og sögðu við Jesú: Meistari, kona þessi var staðin að verki þar sem hún var að drýgja hór. Móse bauð okkur í lögmálinu að grýta slíkar konur. Hvað segir þú nú? Þetta sögðu þeir til að reyna hann svo þeir hefðu eitthvað að ákæra hann fyrir. En Jesús laut niður og skrifaði með fingrinum á jörðina.
Og þegar þeir héldu áfram að spyrja hann rétti hann sig upp og sagði við þá: Sá ykkar sem syndlaus er kasti fyrstur steini á hana. Og aftur laut hann niður og skrifaði á jörðina. Þegar þeir heyrðu þetta fóru þeir burt, einn af öðrum, öldungarnir fyrstir. Jesús var einn eftir og konan stóð í sömu sporum.
Hann rétti sig upp og sagði við hana: Kona, hvað varð af þeim? Sakfelldi enginn þig?
En hún sagði: Enginn, Drottinn.
Jesús mælti: Ég sakfelli þig ekki heldur. Far þú. Syndga ekki framar.