Skátamessa á Sumardaginn fyrsta kl. 11 - Útvarpsmessa
20. apríl 2016
Á Sumardaginn fyrsta, 21. apríl er skátamessa í Hallgrímskirkju kl. 11 sem verður einnig útvarpsmessa. Þar munu félagar úr Skátasambandi Reykjavíkur og prestar kirkjunnar þjóna í sameiningu.
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjóna fyrir altari og ræðumaður dagsins er Heiður Dögg Sigmarsdóttir.
Skátakórinn syngur og stjórnandi er Fjóla Kristín Nikulásdóttir. Organisti er Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Aðrir flytjendur eru Jón Rafnsson og Gunnar Jónsson.
Messan verður útvörpuð á Rás 1.
Kakó og kaffi í boði skátana í suðursal kirkjunnar eftir messu.