Mikið er um dýrðir við upphaf föstunnar. Öskudagurinn markar upphaf langaföstu sem er tímabil kirkjuársins sem varir í 40 daga að kyrruviku. Undirbúningur fyrir páskana. Því verður fagnað á morgun með lifandi hætti.
Kl. 8: Verður eins og alla miðvikudagsmorgna árdegismessa. Í þetta skiptið verður árleg öskudagsmessa. Allir hjartanlega velkomnir, góð leið til þess að byrja daginn snemma. Öskudagsmessan markar afmæli miðvikudagssafnaðarins en 16 ár eru líðin frá því að árdegismessur hófust í Hallgrímskirkju. Umsjón: sr. Kristjáns Vals Ingólfssonar fyrrverandi Skálholtsbiskup og sr. Sigurður Árni Þórðarson, sóknarprestur. Einnig mun biskup Íslands, Agnes M. Sigurðarsdóttir vísitera söfnuðin. Morgunmatur eftir messu.
Kl. 10-12: Eru foreldramorgnar í kórkjallarnum. Búningaþema og palla- og pálínuboð. Foreldrar með krútt og kríli sín eru hvött til að mæta í fínasta og fyndnasta pússinu sínu. Umsjón: Inga Harðardóttir, æskulýðsfulltrúi Hallgrímskirkju og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir.
Og einnig ætlar Guðbrandsstofa (kirkjubúðin) í Hallgrímskirkju að taka þátt í deginum og bjóða krökkum sem vilja syngja og fá nammi í staðinn hjartanlega velkomin. Hægt er að koma í Guðbrandsstofu milli kl. 9 - 16:30.