Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar er á sunnudagin kemur og hann er haldinn hátíðlegur á hverju ári fyrsta sunnudaginn í mars. Það er haldið upp á daginn í mörgum kirkjum landsins og á sunnudaginn verður fjölskylduguðsþjónusta í Hallgrímskirkju. Æskulýðsdagurinn minnir okkur á allt barna- og unglingastarf í kirkjunum.
Fiðlunemendur Lilju Hjaltadóttur úr Allegro Suzuki tónlistarskólanum koma fram. Fermingarbörn lesa ritningarlestur og bænir.
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari ásamt Rósu Hrönn Árnadóttur.
Björn Steinar Sólbergsson organisti spilar á orgelið.