Söngvahátíð barnanna í Hallgrímskirkju var einstaklega glæsileg!

26. apríl
Söngvahátíð barnanna var haldin í Hallgrímskirkju í gær og var hún glæsileg. Um 200 börn sungu sig inn í hjörtu rúmlega 620 áheyrenda og var gleðin augljóslega mikil meðal barnanna.
 
Börnin mættu í kirkjuna um morguninn og undirbjuggu tónleikana ásamt stjórnendum sínum og var þeim boðin pizza og djús en einnig fengu öll börnin að leika sér úti með sápukúlur, krítar, sippubönd og bolta og að taka þátt í listasmiðju þar sem búinn var til sálmafoss úr blöðum úr gömlum sálmabókum.
 
Sálmafossinn stóð uppi það sem eftir var dags í kirkjunni. 60 börn á Söngvahátíð barnanna á Akureyri sem haldinn var laugardaginn 20. apríl síðastliðinn hófu verkefnið þar og er hann nú orðinn þrefalt stærri og virkilega glæsilegur eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
 
Söngvahátíðin er haldin árlega á vegum Þjóðkirkjunnar í samvinnu við gestgjafakirkjur. Verkefnastjóri Söngvahátíðar barnanna í ár er Guðný Einarsdóttir söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar. Með kórunum léku Davíð Sigurgeirsson á gítar og Ingvar Alfreðsson á píanó. Sérstakur gestur hátíðarinnar var Íris Rós.
 
HALLGRÍMSKIRKJA – STAÐUR BARNANNA!
 
Myndir: María Elísabet Halldórsdóttir og Sólbjörg Björnsdóttir