Það eru spennandi tímar framundan hjá sr. Ingu Harðardóttur fráfarandi æskulýðsfulltrúa Hallgrímskirkju en hún heldur til Noregs nú um mánaðamótin til að þjóna sem sóknarprestur íslenska safnaðarins í Osló.
Kveðjukaffi var haldið henni til heiðurs í Suðursal Hallgrímskirkju í gær þar sem hún var leyst út með gjöfum og hlýjum kveðjum. Inga hefur starfað í Hallgrímskirkju í tæp sjö ár sem æskulýðsfulltrúi og farið fyrir miklu og góðu starfi fyrir börn og unglinga á þeim tíma.
Um leið og við þökkum Ingu ómetanlegt starf í þágu Hallgrímssafnaðar á undanförnum árum þá óskum henni og fjölskyldunni gæfu og Guðs blessunar á öllum þeirra vegum um ókomna tíð.