Steinunn B. Jóhannesdóttir hefur skrifað frábærar bækur, ritgerðir og greinar um Hallgrím Pétursson og Guðríði Símonardóttur. Hún gerþekkir sálma Hallgríms og þessa föstu les hún Passíusálmana í Ríkisútvarpinu, rás 1. Og flesta mánudaga og þriðjudaga hefur hún lesið passíusálm í Hallgrímskirkju kl. 12 á hádegi. Þriðjudaginn 30. mars les hún passíusálm í síðasta sinn þetta árið, 48. sálm. Í viðtali á hljóðvarpi þjóðkirkjunnar segir Steinunn segir frá kynnum sínum af Passíusálmum og höfundi þeirra og konu Hallgríms, Guðríði Símonardóttur. Viðtalið er að baki þessari smellu.