Fyrst voru gerðar pappírsstjörnur og þeim var komið fyrir á bekkjum kirkjunnar. En í troðningi slitnuðu þær niður og skemmdust. Erlu Elínu Hansdóttur varð því ljóst, að þær myndu ekki duga í mörg ár. Hvað var til ráða? Hún fann góða uppskrift að heklaðri stjörnu og það varð til að hún heklaði marga tugi af hvítum stjörnum. Sagan um stjörnur og snjókornin í Hallgrímskirkju er sögð í myndskeiðinu að baki smellunni. Lof sé Erlu Elínu.