Sumarið er framundan með sól og gleði. Eins og vanalega í Hallgrímskirkju þá leggjast sum störf í dvala yfir sumarið en annað heldur áfram.
Kirkjan er opinn alla daga kl. 9 - 21 en turninn er opinn frá kl. 9 - 20.30.
Að venju eru kyrrðarstundir á fimmtudögum, kórastörf, æskulýðsstörf í sumarfrí en hefjast að nýju í haust.
Þriðjudagar í allt sumar: Fyrirbænamessur í kórkjallara halda áfram kl. 10.30 - 11.
Miðvikudagar í allt sumar: Árdegismessur kl. 8 í kirkjunni. Gott samfélag og góð byrjun á deginum.
Einnig eru foreldrarmorgnar í kórkjallanum kl. 10 - 12 yfir allt sumarið á miðvikudögum.
Messur eru að sjálfsögðu í allt sumar kl. 11 og enskar messur ávallt seinasta sunnudag í mánuðinum kl. 14.
Listvinafélagið
Messa í H-moll 10. og 11. júní kl. 17. Hátíðartónleikar í tilefni af 35 ára afmæli Mótettukórsins. Miðsala inn á midi.is, hjá kirkjunni milli kl. 9 - 18 í s: 5101000 eða við innganginn.
Alþjóðlegt Orgelsumar hefst svo 24. júní - 20. ágúst. Nánari upplýsingar inn á vef listvinafélagsins.