Mótettukórinn undirbýr þátttöku í alþjóðlegu kórakeppninni International Baltic Sea Choir Competition í Lettlandi, þar sem kórinn fær að syngja meðal frábærra kóra frá Rússlandi, Eistlandi, Lettlandi, Hvíta-Rússlandi, Litháen, Finnlandi og Indónesíu.
Keppnin verður haldin í þriðja sinn í ár og fer fram dagana 21.23. september, en eingöngu 1015 kórar fá að taka þátt árlega og velur dómnefnd þá inn í keppnina. Allir kórar syngja tvenns konar efnisskrá samkvæmt reglum keppninnar, þ.m.t. nýtt verk sem lettneska tónskáldið Andris Dzen?tis samdi sérstaklega af þessu tilefni.
Af íslenskri kórtónlist hefur Mótettukórinn valið að syngja kórverk eftir Jón Leifs, Báru Grímsdóttur, Jón Nordal, Hjálmar H. Ragnarsson og Hreiðar Inga Þorsteinsson, en auk þeirra verða sungnar þekktar kórperlur eftir Eric Whitacre, Pablo Casals og Anton Bruckner.
Mótettukórinn bauð vinum og vandamönnum og öllum áhugasömum á opið rennsli í Hallgrímskirkju föstudagskvöldið 14. september kl. 20, þar sem rennt var yfir keppnisprógrammið. Þetta var dásamlegur flutningur og undursamleg opin kóræfing.
Við sem heima sitjum og hlaupum óskum okkar fólki í Mótettukórnum blessunar og velfarnaðar. Og kórinn vinnur ef móttökurnar í kvöld eru markætkar!