Upptaktur að sunnudagaskóla 2024 sunnudaginn 7. janúar kl. 11.00
Sunnudagaskólinn hefst í messu í kirkjunni en síðan fara börnin með leiðtogum inn í Suðursal og eiga skemmtilega stund saman.
Ýmislegt skemmtilegt er brallað, t.d. leikir, bænir, biblíusaga, söngur og föndur sem tengist sögu og boðskap dagsins.
Í lok stundarinnar er boðið upp á léttar veitingar í messukaffinu.
Allar fjölskyldur á öllum aldri eru hjartanlega velkomin í barnastarf í Hallgrímskirkju!
Umsjón: Ragnheiður Bjarnadóttir og Rósa Hrönn Árnadóttir.
Hallgrímskirkja - Þinn staður!