Sunnudagshelgihaldið: RÚV kl. 11 og sjónvarp kl. 15
27. nóvember 2020
Á fyrsta sunnudegi í aðventu verður guðsþjónustu útvarpað kl. 11 á Rás 1 í RÚV. Athöfnin hefur þegar verið tekin upp og verður einnig sjónvarpað kl. 15 sama dag, sunnudaginn 29. nóvember. Prédikun: Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Sr. Sigurður Árni Þórðarson og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjóna fyrir altari. Lesari: Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar. Kristný Rós Gústafsdóttir og Natalía Ingvadóttir kveikja á fyrsta aðventukertinu. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. Kórstjórn Hörður Áskelsson. Félagar í Schola cantorum syngja: Auður Guðjohnsen, Benedikt Ingólfsson, Hafsteinn Þórólfsson, Hildigunnur Einarsdóttir, Sara Grímsdóttir, Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir, Þorkell H. Sigfússon og Þorsteinn Sigurðsson. Upphaf landssöfnunar Hjálparstarfs kirkjunnar.
Upphaf guðsþjónustu
Gjör dyrnar breiðar, hliðið hátt. Hve sælt það land, hve sælt það hús,
Þú, Herrans kristni, fagna mátt, er sælugjafinn líknarfús
því kóngur dýrðar kemur hér sér trútt og hlýðið fundið fær,
og kýs að eiga dvöl hjá þér. þar friður, heill og blessun grær.
Hann býður líknar blessað ár, Hve sælt það hjarta ávallt er,
hann býður dýpst að græða sár, sem ást til Krists með lotning ber
hann býður þyngstu að borga sekt, og honum í sér bústað býr,
hann býður aumra að skýla nekt. Að bragði sorg öll þaðan flýr.
Sjá, mildi er lögmál lausnarans, Gjör dyrnar breiðar, hliðið hátt,
sjá, líkn er veldissproti hans. þig, hjarta, prýð sem best þú mátt,
Því kom þú, lýður kristinn, nú og trúarlampann tendra þinn,
og kóngi dýrðar fagna þú. og til þín bjóð þú Jesú inn.
Weissel - Sb. 1886 - Helgi Hálfdánarson
Ávarp, signing og bæn
Spádómskerti tendrað
Við kveikjum einu kerti á
Hans koma nálgast fer
sem fyrstu jól í jötu lá
og Jesúbarnið er.
Sigurd Muri, Lilja S. Kristjánsdóttir.
Miskunnarbæn
Kyrie eleison Trond Kverno
Dýrðarsöngur
Lofsyngið Drottni, lýðir tignið hann.
Hefjið gleðihljóma, heiðrið skaparann.
Miskunn hans er mikil, máttarverkin stór.
Lofi, lofi Drottin loft og jörð og sjór.
Lofsyngi Drottni ljóssins bjarti her.
Óminn ber að ofan, undir tökum vér.
Valdemar V. Snævarr
Kollektubæn
Fyrri ritningarlestur - Lexía Jes 42.1-4
Sjá þjón minn sem ég styð,
minn útvalda sem ég hef velþóknun á.
Ég legg anda minn yfir hann,
hann mun færa þjóðunum réttlæti.
Hann kallar ekki og hrópar ekki
og lætur ekki heyra rödd sína á strætunum.
Brákaðan reyrinn brýtur hann ekki sundur
og dapran hörkveik slekkur hann ekki.
Í trúfesti kemur hann rétti á.
Hann þreytist ekki og gefst ekki upp
uns hann hefur grundvallað rétt á jörðu
og fjarlæg eylönd bíða boðskapar hans. Amen.
Kórsöngur
Nú kemur heimsins hjálparráð
Róbert Abraham Ottósson / Sigurbjörn Einarsson.
Síðari ritningarlestur - Pistill: 1Þess 3.9-13
Hvernig get ég nógsamlega þakkað Guði fyrir alla þá gleði er hann lét ykkur veita mér? Ég bið nótt og dag, heitt og af hjarta, að fá að sjá ykkur og bæta úr því sem áfátt er trú ykkar. Sjálfur Guð og faðir vor og Drottinn vor Jesús greiði veg minn til ykkar. En Drottinn efli ykkur og auðgi að kærleika hvert til annars og til allra eins og ég ber kærleika til ykkar. Þannig styrkir hann hjörtu ykkar svo að þið verðið óaðfinnanleg og heilög í augum Guðs, föður vors, þegar Drottinn vor Jesús kemur ásamt öllum sínum heilögu. Amen.
Kórsöngur
Hér leggur skip að landi, Hann braust í gegnum brimið
sem langt af öllum ber, við bjargarlausa strönd:
en mest ber frá um farminn, að seðja, líkna, lækna
sem fluttur með því er. og leysa dauðans bönd.
Þar kemur sæll af sævi Sinn auð hann fús vill færa
Guðs son með dýran auð: þeim fátæku á jörð,
Síns föður náð og frelsi, og endurgjaldið eina
hans frið og lífsins brauð. er ást og þakkargjörð.
Sigurbjörn Einarsson, með hliðsjón af þýskum texta.
Guðspjall Mrk 11.1-11
Þegar þeir nálgast Jerúsalem og koma til Betfage og Betaníu við Olíufjallið sendir Jesús tvo lærisveina sína og segir við þá: Farið í þorpið hér fram undan ykkur. Um leið og þið komið þangað munuð þið finna fola bundinn sem enginn hefur enn komið á bak. Leysið hann og komið með hann. Ef einhver spyr ykkur: Hvers vegna gerið þið þetta? þá svarið: Drottinn þarf hans við, hann sendir hann jafnskjótt aftur hingað. Þeir fóru og fundu folann bundinn við dyr úti á strætinu og leystu hann. Nokkrir sem stóðu þar sögðu við þá: Hvers vegna eruð þið að leysa folann? Þeir svöruðu eins og Jesús hafði sagt og þeir létu þá fara. Síðan færðu þeir Jesú folann og lögðu á hann klæði sín en hann settist á bak. Og margir breiddu klæði sín á veginn en aðrir lim sem þeir höfðu skorið af trjánum. Þeir sem á undan fóru og eftir fylgdu hrópuðu: Hósanna. Blessaður sé sá sem kemur í nafni Drottins! Blessað sé hið komandi ríki föður vors Davíðs! Hósanna í hæstum hæðum! Jesús fór inn í Jerúsalem og í helgidóminn. Þar leit hann yfir allt en þar sem komið var kvöld fór hann til Betaníu með þeim tólf. Amen.
Kórsöngur
Þú, brúður Kristi kær, Í hjarta hógværð býr,
ó, kom, þín heill er nær. hann hóglega' að þér snýr
Þig nálgast góður gestur, og gjafir helgar hefur,
þinn Guð og vinur bestur. er heitmey sinni' hann gefur.
Hósanna, dýrð sé Drottni, Hósanna, dýrð sé Drottni,
hans dýrðin aldrei þrotni. hans dýrðin aldrei þrotni.
Frá inni út þér flýt Dreif kvistum konungs leið,
og elskhuga þinn lít. þín klæði' á veginn breið,
Veit lávarð þínum lotning í höndum haf þú pálma,
með lofgjörð, Síons drottning. syng hátíðlega sálma.
Hósanna dýrð sé drottni, Hósanna, dýrð sé Drottni,
hans dýrðin aldrei þrotni. hans dýrðin aldrei þrotni.
Hann líka láttu þá
þín lofa börnin smá.
Með helgum svari hljómi
öll hjörð Guðs einum rómi:
Hósanna, dýrð sé Drottni,
hans dýrðin aldrei þrotni.
Danskur höfundur ókunnur, Páll J. Vídalín - Stefán Thorarensen
Prédikun
Kórsöngur
Slá þú hjartans hörpustrengi
Bæn og Faðir vor ...
Blessun
Kórsöngur
Kom þú, kom, vor Immanúel Kom þú með dag á dimma jörð,
og leys úr ánauð Ísrael, þín væntir öll þín veika hjörð.
lýðinn þinn, sem í útlegð er, Lækna þrautir og þerra tár,
og hlekki ber, uns sjálfan þig hann sér. græð þú, Kristur, öll dauðans djúpu sár.