Sunnudagur 22. júlí kl. 17:00-18:00 Thierry Escaich organisti við Saint-Étienne-du-Mont Paris
19. júlí 2018
Sunnudaginn 22. júlí klukkan 17, leikur Thierry Escaich, verk eftir O. Messiaen, sjálfan sig, Orgelsónötu nr. 1 eftir Mendelssohn og Romance & Final eftir L. Vierne.
Miðaverð kr. 2.500.
Efnisskrá:
Felix Mendelssohn-Bartholdy 1809?1847 Orgelsónata í f-moll, op. 65, nr. 1
Allegro Adagio Andante recitativo Allegro assai vivace
Prélude et fugue improvisé en style romantique
Louis Vierne 1870?1937 Romance og Final
Úr Orgelsinfóníu nr. 4
Olivier Messiaen 1908?1992 Verset sur la fête de la Dedicace
Thierry Escaich *1965 Evocation 4
Tryptique symphonique improvisé sur 2 thèmes donnés /
Þrískiptur sinfónískur spuni um tvö gefin stef
Thierry Escaich er á meðal þekktustu konsertorganista á okkar dögum. Hann er rómaður spunasnillingur og eftirsóttur kennari. Hann hefur verið organisti við Saint-Étienne-du-Mont kirkjuna í París frá árinu 1997 en þar hafði Maurice Duruflé verið organisti í 57 ár. Thierry Escaich er einnig þekkt tónskáld, hefur skrifað yfir 100 verk, mörg fyrir orgel en einnig fyrir kammerhópa og stærri hljómsveitir. Hann hefur komið fram á orgeltónleikum víða um heim og alls staðar hrífur hann áheyrendur með leik sínum og fjölbreyttum efnisskrám sem hann setur saman með orgelverkum ýmissa orgeltónskálda, eigin verkum og spuna.