Hvað er það einkum við sorg barna sem er erfiðast að eiga við, glíma við? „Jól og áramót eru í hugum flestra barna mikill tími gleði og eftirvæntingar en eftir missi geta þessar tilfinningar verið blendnar,“ segir sr. Matthildur. „Áhyggjur af því hvernig jólin verða og hvort að það verði gaman eða bara sorglegt geta poppað upp í hugann. Það er þess vegna svo mikilvægt að fjölskyldur tali saman í aðdraganda jóla og segi upphátt það sem þau eru að hugsa, hvað þau vona og hafa áhyggjur af eða óttast.“
Kirkjan.is greinir í dag, 2. nóvember, frá fræðslusamverum Hallgrímskirkju um sorg, ást og líf og tekur viðtal við sr. Matthildi Bjarnadóttur sem fjallar um sorg barna og unglinga í hádeginu í Suðursal. Allir velkomnir. Grein sr. Hreins Hákonarsonar á kirkjan.is er að baki þessari smellu.