Gleðilegt ár kæri söfnuður og hjartans þakkir fyrir samstarf á liðnu ári. Traust ykkar, hlýju og nærveru, og allt það sem þið gefið í tilbeiðslu og líf þessa safnaðar hér í Hallgrímskirkju þar sem iðar af lífi frá morgni til kvölds. Þar sem tónar orgels og radda leita hæða og lofa Guð. Orðin falla eða eru skrifuð á blað og við biðjum Guð að blessa það allt, helga og heyra. Þakkir fyrir samstarfið og allt ykkar dýrmæta framlag til þjónustunnar, kirkjuverðir og starfsfólk, tónlistarfólk bæði kórstjóri og organistar, í starfi meðal barna og unglinga, sóknarnefnd, messuþjónar, kvenfélag sem hefur lyft grettistaki í sögu þessa safnaðar.
Framundan er ár tækifæra og nýrra tíma á ferð með Guði sem endurnýjar og frelsar, byltir veröldinni, vekur hana af blundi við nýtt ár af því lífið heldur áfram.
Þakkarávarp á Nýársdag frá sóknarpresti Hallgrímskirkju, Sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur.