Thierry var í orgelnámi hjá Daniel Roth í Strassborg og hjá Marie Claire Alain í París, spuna hjá Jacques Taddei og píanóleik hjá Hélène Boschi.
Allt frá námsárum sínum hefur Thierry verið vinsæll konsertorganisti og hann hefur haldið tónleika víðs vegar um heiminn auk þess sem hann er virtur dómari í orgelkeppnum og eftirsóttur sem fyrirlesari og kennari á meistaranámskeiðum.
Árin 1986?1989 kenndi hann við ríkistónlistarháskólann í Annecy. Árið 1984 varð hann organisti Frúarkirkjunnar í Thierenbach í Elsass og frá 1991 til 1999 var hann aðalorganisti Dómkirkjunnar í Lyon. Á sama tíma var hann listrænn stjórnandi Alþjóðlegu orgelhátíðarinnar í Maurice Ravel tónlistarsalnum þar í borg. Árið 1998 var hann svo ráðinn orgelprófessor í Köln og starfið við Fílharmóníuna bættist við 2002.