Í tilefni af 30 ára vígsluafmæli Klais orgelsins í Hallgrímskirkju og 200 ára fæðingarafmælis César Franck heiðra 12 organistar minningu eins áhrifamesta tónskálds orgeltónbókmenntanna með heildarflutningi orgelverka tónskáldsins og er þetta í fyrsta skipti á Íslandi að öll orgelverk César Francks eru flutt í heild.
Heiðursgestur tónleikanna er Hörður Áskelsson fyrrverandi kantor Hallgrímskirkju.
Flytjendur: Björn Steinar Sólbergsson, Erla Rut Káradóttir, Eyþór Franzson Wechner, Friðrik Vignir Stefánsson, Guðný Einarsdóttir, Kári Þormar, Kitty Kovács, Kjartan Jósefsson Ognibene, Lára Bryndís Eggertsdóttir, Matthías Harðarson, Steinar Logi Helgason, Tuuli Rähni.
Tónleikarnir eru í samstarfi Hallgrímskirkju og Tónskóla Þjóðkirkjunnar.
Ókeypis aðgangur og öll velkomin!