Hallgrímssókn hyggst leggja sitt af mörkum til að verjast útbreiðslu Kórónuveirunnar og því verða eftirfarandi breytingar gerðar á safnaðarstarfinu frá og með deginum í dag og þar til annað verður tilkynnt.
Guðsþjónusta og barnastarf verður áfram kl. 11 alla sunnudaga. Boðið verður upp á kaffi í Suðursal eftir guðsþjónustu en ekki verða frekari veitingar.
Kyrrðarstundir á fimmtudögum kl. 12 líkt og áður en einungis verður boðið upp á kaffi að stundinni lokinni en ekki súpu eins og venjulega.
Árdegisbæn verður áfram á miðvikudagsmorgnum kl. 8 en ekki verður boðið upp á veitingar aðrar en kaffi.
Fyrirlestraröðinni Er þá ekkert heilagt lengur? í hádeginu á miðvikudögum verður frestað til haustsins.
Fræðslumorgnar á sunnudögum kl. 10 frestast einnig til haustsins.