Hinn virti kór Clare College frá Cambridge, Bretlandi, er í heimsókn á Íslandi og heldur tónleika, undir stjórn Graham Ross, í Hallgrímskirkju laugardaginn 18. september kl. 17. Kórinn er þekktur fyrir að vera einn fremsti háskólakór heims.
Á efnisskránni eru verk eftir Sigurð Sævarsson, Finzi, Hjálmar H Ragnarsson, Byrd, Snorra S Birgisson, Boulanger, Tryggva Baldvinsson, MacMillan og fleiri.
Miðar eru seldir á tix.is og í verslun Hallgrímskirkju á tónleikadeginum og er aðgangseyrir kr. 3.000.
Dagana 1. til 3. júlí fóru fram upptökur í All Hallow's Gospel Oak kirkjunni í London. Verkefnið var að hljóðrita íslenska tónlist sem kemur út hjá Harmonia Mundi International í byrjun 2022. Ásamt kórs Clare College tóku þátt í upptökunum The Dimitri Ensemble og sópransöngkonan Carolyn Sampson undir stjórn Graham Ross. Um stjórn upptöku sá John Rutter.
Choir of Clare College hefur gert 17 plo?tur fyrir Harmonia Mundi: