Tónleikar með kór Harvardháskóla föstudaginn 20. janúar kl. 20

18. janúar 2017


Í samstarfi við Listvinafélag Hallgrímskirkju mun Kór Harvardháskóla halda tónleika í Hallgrímskirkju föstudaginn 20. janúar kl. 20. Kórinn, sem er skipaður rúmlega 30 söngvurum, flytur afar áhugaverða efnisskrá með nýlegri bandarískri og breskri kórtónlist og eldri verkum eftir William Byrd o.fl., ásamt mótettunni "Der Geist hilft unser Schwachheit auf" eftir J.S. Bach. Stjórnandi er Edward Elwyn Jones, organisti og kórstjóri við Memorial Church í Harvard. Einnig mun Thomas Sheehan, einn efnilegasti organisti Bandaríkjanna, leika verk eftir J.S. Bach og Hans Friedrich Micheelsen.

 

Stjórnandi kórsins, Edward Elwyn Jones, er fæddur í Wales en hefur verið organisti og kórstjóri við Memorial Church í Harvard frá árinu 2003. Jones hefur stjórnað fjölmörgum kórum og hljómsveitum á Bretlandseyjum og í Bandaríkjunum og hefur unnið sem hljómborðsleikari og aðstoðarstjórnandi með John Eliot Gardiner og hinni virtu barokksveit English Baroque Soloists. Jones hefur hlotið mikið lof fyrir þróttmikið starf sitt í Harvard á undanförnum árum og þykir meðal áhugaverðustu tónlistarmanna á Boston-svæðinu í Nýja-Englandi, þar sem tónlistarlíf er mjög líflegt.

Miðasala á tónleikana er við innganginn og er miðaverð 3000 kr, en 50 % afsláttur til félaga í Listvinafélagi Hallgrímskirkju, aldraðra og öryrkja og ókeypis fyrir nemendur.

Nánari upplýsingar inn á vef Listvinafélag Hallgrímskirkju.

 

Efnisskrá:

Weir: My Guardian Angel

DeBlasio: Psalm 63

Stanford: Beati Quorum Via

Byrd: Praise Our Lord, All Ye Gentiles

 

Orgelleikur – Bach: Christ, unser Herr, zum Jordan kam, BWV 684

 

Bach: Der Geist hilft unser Schwachheit auf, BWV 226

Stucky: Speak, Lord

Parry: There Is an Old Belief

Paulus: Pilgrims' Hymn

HLÉ

Elgar: Great Is the Lord

Whitbourn: Pure River of Water of Life

Cooman: Verbum supernum prodiens

Sigurbjörnsson: Heyr, himna smiður

 

Orgelleikur – Micheelsen: Toccata über Es sungen drei Engel

 

Lassus: Omnes de Saba

Rütti: A Patre Unigenitus

Jones: Suo-gan

Bean: Simple Gifts