Um sólarlagsbil
Tónleikar og turn í Hallgrímskirkju
Kammersönghópurinn Schola cantorum flytur áhrifarík kórverk í Hallgrímskirkju að aðfararkvöldi Jónsmessunætur þann 23. júní, kl 21:00. Á tónleikunum hljóma verk sem leiða áhorfendur í hljóðheim slökunar og núvitundar. Segja má að ljósið ríki í þessum verkum sem er viðeigandi á bjartasta tíma ársins, sumarsólstöðum. Hljómburður kirkjunnar er einstakur og hópurinn er þar á sínum heimavelli undir dyggri stjórn Harðar Áskelssonar.
Kirkjuturn Hallgrímskirkju verður opinn fyrir og eftir tónleikana og geta áhorfendur nýtt sér sérstakt tilboð þetta eina kvöld og notið útsýnisins yfir alla borgina á björtu sumarkvöldi.
Miðaverð á tónleika: 2.000 kr.
Miðaverð í turn: 700 kr.
Turninn verður opinn kl. 18 - 23 en verður lokaður á meðan tónleikunum stendur.